
Evróputúrinn: Matteo Manassero leiðir á Open de Andalucia
Matteo Manassero, er enn aðeins 18 ára, en engu að síður er hann í 1. sæti af 144 keppendum á þessu lítt stjörnum prýdda móti Evrópumótaraðarinnar, Open de Andalucia, sem enginn annar en Miguel Angel Jiménez er gestgjafi á.
Matteo spilaði Aloha golfvöllinn í Marbella á – 8 undir pari, 64 höggum og er sem segir í efsta sæti þó enn eigi nokkrir eftir að ljúka leik og sætisröðun gæti raskast. Úrslitafrétt birtist á Golf1 síðar í kvöld.
Matteo fékk 9 fugla og 1 skolla og er með forystuna sem stendur; á 3 högg á Eduardo de la Riva frá Spáni og Hennie Otto frá Suður-Afríku, sem spiluðu á 68 höggum. Tommy frá Svíþjóð og Tommy Fleetwood eru síðan búnir að spila á 69 höggum.
Gestgjafinn, Miguel Angel Jiménez og Robert Rock, sá sem hafði betur í viðureigninni gegn Tiger Woods í Abu Dhabi í janúar eru síðan á 70 höggum.
Það var einmitt á Spáni fyrir 2 árum sem Manassero varð yngstur til að sigra mót á Evrópumótaröðinni.
„Völlurinn líkist Castellon, kannski aðeins hæðóttari,“ sagði Matteo.
„Maður þarf að halda boltanum í leik og síðan standa sig vel á flötunum. Þetta er völlur sem hentar mér mjög vel.“
Sem stendur er Manassero í 63. sæti á heimslistanum og hefir enn tækifæri til þess að koma sér meðal efstu 50 til þess að vinna sér sæti á Masters sem fram fer á Augusta National í næsta mánuði.
Hann spilaði á Masters 2010, sem sigurvegari British Amateur og stóð sig ágætlega s.s. allir muna, varð í 36. sæti.
Táningurinn frá Veróna er þegar búinn að sigra tvívegis á Evróputúrnum – hann hafði betur gegn Rory McIlroy s.l. apríl á Maybank Malaysian Open.
Kletturinn, Róbert Rock hefir líka hug á að vinna sér inn keppnisrétt á Masters en hann er sem stendur nr. 56 á heimslistanum. Sigur nú á sunnudaginn myndi koma honum meðal efstu 50 á heimslistanum, sem allir hafa keppnisrétt á Masters.
En takist það ekki er enn hægt að bæta stöðuna á Trophée Hassan II í Marokkó í næstu viku, en það er allra síðasti sjéns að tryggja sér farmiða á Masters.
Golf 1 hefir verið með kynningar á Rock og Manassero sem lesa má hér:
Sjá má stöðuna á Open de Andalucia Costa del Sol, eftir 1. dag, með því að smella HÉR:
Heimild: europeantour.com (að hluta)
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023