
Evróputúrinn: Matteo Manassero á 64 höggum og í 1. sæti eftir 1. dag á Open de Andalucia
Í dag byrjaði í Aloha Golf Club í Marbella á Suður-Spáni, Open de Andalucia Costa del Sol mótið en gestgjafi á því er enginn annar er Miguel Angel Jiménez.
Eftir 1. dag er það ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem leiðir, á -8 undir pari, 64 höggum en Matteo fékk 9 fugla og 1 skolla á hringnum.
Öðru sætinu deila 5 kylfingar, sem allir spiluðu á 67 höggum eða 3 höggum meir en Manassero. Þetta eru þeir Eduardo de la Riva frá Spáni, Englendingarnir Anthony Wall og Lloyd Kennedy, Hennie Otto frá Suður-Afríku og Niclas Fasth frá Svíþjóð.
Í 7. sæti er annar hópur 6 kylfingar alls, sem spiluðu á 68 höggum eða -4 undir pari. Þetta eru þeir: Mike Weir, frá Kanada; Alex Haindl frá Suður-Afríku, heimamaðurinn Pablo Larrazábal, Julien Quesne frá Frakklandi, Tommy Fleetwood frá Englandi og Joakim Lagergren frá Svíþjóð.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR:
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!