Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 21:55

Evróputúrinn: Matteo Manassero á 64 höggum og í 1. sæti eftir 1. dag á Open de Andalucia

Í dag byrjaði í Aloha Golf Club í Marbella á Suður-Spáni, Open de Andalucia Costa del Sol mótið en gestgjafi á því er enginn annar er Miguel Angel Jiménez.

Eftir 1. dag er það ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem leiðir, á -8 undir pari, 64 höggum en Matteo fékk 9 fugla og 1 skolla á hringnum.

Öðru sætinu deila 5 kylfingar, sem allir spiluðu á 67 höggum eða 3 höggum meir en Manassero. Þetta eru þeir Eduardo de la Riva frá Spáni, Englendingarnir Anthony Wall og Lloyd Kennedy, Hennie Otto frá Suður-Afríku og Niclas Fasth frá Svíþjóð.

Í 7. sæti er annar hópur 6 kylfingar alls, sem spiluðu á 68 höggum eða -4 undir pari.  Þetta eru þeir: Mike Weir, frá Kanada; Alex Haindl frá Suður-Afríku, heimamaðurinn Pablo Larrazábal, Julien Quesne frá Frakklandi, Tommy Fleetwood frá Englandi og Joakim Lagergren frá Svíþjóð.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR: