
Evróputúrinn: Lee Westwood efstur í Dubai eftir 3. dag
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Lee Westwood er seinn að koma sér af stað eftir keppnishlé en þegar hann er kominn í gang…. þá fær fátt stöðvað hann. Nú er Lee kominn í efsta sætið á Dubai Desert Classic eftir 3. dag mótsins. Hann er búinn að spila á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 65 67).
Ánægður Westwood sagði m.a eftir hringinn: „Ég spilað vel aftur. Mjög sólíd. Ég byrjaði vel var kominn í -3 undir (par) eftir fyrstu 4 holurnar og svo rúllaði boltinn vel á flötunum og ég var að slá vel með járnunum.“
Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Þjóðverjinn Marcel Siem, Rafael Cabrera-Bello frá Gran Kanarí og Skotinn Stephen Gallacher. Allir eru þeir á samtals -14 undir pari.
Rory McIlroy og Martin Kaymer deila 5. sætinu með 2 öðrum kylfingum á -13 undir pari. T-9 eru svo Daninn Thomas Björn, George Coetzee frá Suður-Afríku og Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis á -12 undir pari.
Belginn Nicholas Colsaerts, sem hefir blandað sér í toppbaráttuna í öllum mótum Evrópumótaraðarinnar það sem af er, er síðan í 12. sæti á samtals -11 undir pari og munar því aðeins 4 höggum á honum og Lee og ljóst að stefnir í hörkubaráttu seinna í dag!
Til þess að sjá stöðuna á Dubai Desert Classic eftir 3. dag smellið HÉR:
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)