
Evróputúrinn: Julien Quesne með 1. sigur sinn á Evrópumótaröðinni
Það var Frakkinn Julien Quesne sem vann á Open de Andalucia Costa del Sol og þar með 1. sigur sinn á Evrópumótaröðinni. Julien er fæddur 16. ágúst 1980 í Le Mans í Frakklandi og því 31 árs. Julien er búinn að vera atvinnumaður frá árinu 2003 og spilaði fyrst á Alps Tour. Síðan komst hann á Challenge Tour 2005, þar sem hann á að baki 2 sigra: í Trophée du Golf de Genève í Sviss á 29 ára afmælisdaginn 16. ágúst 2009 og síðan vann hann í fyrra á Allianz Open de Lyon. Alls hefir Julien sigrað 6 sinnum sem atvinnumaður.
Open de Andalucia Costa del Sol er sem segir 1. sigur Julien á Evrópumótaröðinni. Julien átti frábæran hring upp á 64 högg í dag, sem hinir áttu bara ekkert svar við. Alls spilaði Julien á -17 undir pari í mótinu, samtals 271 höggi (68 72 67 64).
Í 2. sæti varð ítalski strákurinn frá Verona, Matteo Manassero, 2 höggum á eftir Julien á samtals -15 undir pari, 273 höggum (64 73 68 68).
Í 3. sæti varð heimamaðurinn, Edoardo de la Riva, á samtals -14 undir pari, 274 höggum (67 69 68 70) og í 4. sæti var David Lynn frá Englandi á samtals -13 undir pari.
Hennie Otto frá Suður-Afríku og Raphaël Jacqulin frá Frakklandi deildu 5. sætinu á -12 undir pari hvor.
Stóru nöfnin voru neðar t.d. var gestgjafi mótsins, Miguel Angel Jiménez gestrisinn og nældi sér „bara“ í 7. sætið, sem hann situr í ásamt þeim 3 sem spiluðu á -11 undir hver. Edoardo Molinari deilir 11. sætinu ásamt 4 öðrum m.a. Simon Khan frá Englandi, sem búinn var að standa sig svo vel framan af mótinu.
Til þess að sjá úrslit á Open de Andalucia smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023