Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 14:40

Evróputúrinn: Jbe Kruger og Hennie Otto eru efstir á Maybank Malaysian Open eftir 2. dag

Það eru 3 Suður-Afríkumenn sem raða sér í efstu sætin á Maybank Malaysian Open. Í efsta sæti sem stendur eru Jbe Kruger og Hennie Otto báðir á -9 undir pari, samtals hver; báðir á samtals 135 höggum Kruger (70 65) og Otto (71 64).

Í 2. sæti er síðan Albatrossmaðurinn frá Augusta, Louis Oosthuizen, aðeins höggi á eftir á -8 undir pari, en hann á eftir að spila 6 holur og hrifsar örugglega til sín efsta sætið á morgun þegar leik verður fram haldið.

Málið er nefnilega að ekki tókst að klára 2. hring vegna storms. Fjórði Suður-Afríkumaðurinn, Charl Schwartzel á líka eftir að ljúka leik, á 6 holur óspilaðar en gekk ekki neitt sérlega vel í dag, var á +3 yfir pari á 2. hring, en er samtals á -5 undir pari og deilir eins og staðan er 12. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag eftir að mótinu var frestað vegna storms smellið HÉR: