Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 14:30

Evróputúrinn: Fdez-Castaño skín skært í Qatar – er í 1. sæti eftir 1. dag

Það var Spánverjanum Gonzalo Fdez-Castaño sem tókst að hrifsa til sín 1. sætið á 1. degi Commercialbank Qatar Masters, sem hófst í dag í Doha í Qatar. Fdez-Castaño spilaði á -6 undir pari, 66 höggum, 1 höggi betur en John Daly. Á hringnum fékk Spánverjinn 9 fugla og 3 skolla.

Í 2. sæti er John Daly einn á 67 höggum og í 3. sæti eru kylfingarnir góðkunnu Jason Day og KJ Choi, báðir á 68 höggum. Fimmta sætinu á 69 höggum í dag deila 5 kylfingar þ.á.m. Svíinn Peter Hanson.

Westwood og Kaymer sem þóttu sigurstranglegastir deila 15. sætinu ásamt 20 öðrum kylfingum á -1 undir pari, 71 höggi hver.

Til þess að sjá stöðuna á Commericalbank Qatar Masters eftir 1. dag smellið HÉR: