Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 19:10

Evróputúrinn: Eduardo de la Riva leiðir þegar Open de Andalucia er hálfnað

Það er Spánverjinn Eduardo de la Riva sem vermir efsta sætið þegar Open de Andalucia er hálfnað.  Eduardo er samtals búinn að spila á -8 undir pari, samtals 136 högg (67 69). Eduardo náði naumri forystu sinni þegar honum tókst að setja niður fuglapútt á erfiðu 18. holunni á Aloha golfvellinum.

Öðru sætinu deila 5 góðir: Matteo Manassero sem var forystumaður gærdagsins en átti „afleitan“ hring í dag – munaði heilum 9 höggum frá hringnum í gær þ.e. hann spilaði á 73 höggum og er samtals búinn að spila á -7 undir pari (64 73); gestgjafinn Miguel Angel Jiménez (69 68),  Spánverjinn Pablo Larrazábal (68 69); Damien McGraine frá Írlandi (69 68) og Tommy Fleetwood frá Englandi (68 69).

Til þess að sjá stöðuna þegar Open de Andalucia er hálfnað smellið HÉR: