Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 15:20

Evróputúrinn: Edoardo Molinari gengst undir uppskurð á úlnlið

Edoardo Molinari hefir á dagskrá að leggja vinstri úlnlið sinn undir hnífinn seinna á árinu.

Molinari sagði eftir að hafa lokið leik T-11 á Andalucian Open í gær að hann hefði verið með úlnliðsmeiðsl í 4 ár.

Ítalski Ryder Cup kylfingurinn (Edoardo Molinari) sagði að hann hefði upprunalega verið með sinabólku í úlnlið og hefði það eftir læknum eftir að hann sneri frá miðausturlöndum að hann væri með brjósk, sem þyrfti að fjarlægja.

Molinari fékk tvær kortisón sprautur og spilaði með úlnliðinn „teipaðan“ á Spáni.

Hann vonast til að geta haldið áfram að spila og áætlar að fara í aðgerð í kringum september.

Heimild: PGA Tour.