
Evróputúrinn: Charl Schwartzel efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open
Það er Charl Schwartzel sem er efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open. Hann kom í hús á 64 höggum í dag, fékk 9 fugla og 1 skolla s.s. Golf 1 greindi frá fyrr í morgun. Engum tókst að spila betur en Charl Schwartzel í dag.
„Louis og ég byrjuðum vel og það er alltaf gott þegar einhver í hollinu er að spila vel og dregur mann áfram,“ sagði Schwartzel. „Louis er að spila svo vel að áhrifamikið er að horfa á og það hjálpaði mér,“ bætti hann við.
Það er undravert að Schwartzel skuli vera að spila svona vel, eftir að hafa flogið í kringum hálfan hnöttinn og eftir að hafa tekið þátt á 1. risamóti ársins. Venjulegir kylfingar væru þreyttir!
„Mér leið bara furðuvel í dag. Ég fékk góðan nætursvefn og vaknaði í morgun fyrir vekjaraklukkuna. Ég finn meira fyrir þreytunni síðdegis en í morgun leið mér vel. Ég fer seinna í dag og hvíli mig. Vonandi get ég gert það sama á morgun. Það er langur vegur eftir. Það er mikið af fuglafærum en ef ég get haldið áfram að spila eins og ég gerði í dag ætti ég að eiga möguleika (á sigri) á sunnudaginn.“
Í 2. sæti er Indverjinn Jeev Milkha Singh, 1 höggi á eftir Schwartzel á 65 höggum, -7 undir pari.
Þriðja sætinu deila landi Jeev, Ryoti Randhawa og sömu menn og í morgun, Jason Knutzon frá Bandaríkjunum og spilafélagi Schwartzel, Louis Oosthuizen, allir á 66 höggum, hver; 2 höggum á eftir Schwartzel, þ.e. á -6 undir pari hver.
Sjötta sætinu deila 3 kylfingar, sem allir skiluðu sér í hús á 67 höggum, Skotinn Stephen Gallacher, Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Filipseyingurinn Antonio Lascuna, allir á -5 undir pari hver.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023