Evróputúrinn: Charl Schwartzel efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open
Það er Charl Schwartzel sem er efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open. Hann kom í hús á 64 höggum í dag, fékk 9 fugla og 1 skolla s.s. Golf 1 greindi frá fyrr í morgun. Engum tókst að spila betur en Charl Schwartzel í dag.
„Louis og ég byrjuðum vel og það er alltaf gott þegar einhver í hollinu er að spila vel og dregur mann áfram,“ sagði Schwartzel. „Louis er að spila svo vel að áhrifamikið er að horfa á og það hjálpaði mér,“ bætti hann við.
Það er undravert að Schwartzel skuli vera að spila svona vel, eftir að hafa flogið í kringum hálfan hnöttinn og eftir að hafa tekið þátt á 1. risamóti ársins. Venjulegir kylfingar væru þreyttir!
„Mér leið bara furðuvel í dag. Ég fékk góðan nætursvefn og vaknaði í morgun fyrir vekjaraklukkuna. Ég finn meira fyrir þreytunni síðdegis en í morgun leið mér vel. Ég fer seinna í dag og hvíli mig. Vonandi get ég gert það sama á morgun. Það er langur vegur eftir. Það er mikið af fuglafærum en ef ég get haldið áfram að spila eins og ég gerði í dag ætti ég að eiga möguleika (á sigri) á sunnudaginn.“
Í 2. sæti er Indverjinn Jeev Milkha Singh, 1 höggi á eftir Schwartzel á 65 höggum, -7 undir pari.
Þriðja sætinu deila landi Jeev, Ryoti Randhawa og sömu menn og í morgun, Jason Knutzon frá Bandaríkjunum og spilafélagi Schwartzel, Louis Oosthuizen, allir á 66 höggum, hver; 2 höggum á eftir Schwartzel, þ.e. á -6 undir pari hver.
Sjötta sætinu deila 3 kylfingar, sem allir skiluðu sér í hús á 67 höggum, Skotinn Stephen Gallacher, Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Filipseyingurinn Antonio Lascuna, allir á -5 undir pari hver.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024