Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Boyd og Gonnet eru efstir þegar Volvo China Open er hálfnað

Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet og Bretinn Gary Boyd deila 1. sætinu þegar Volvo China Open er hálfnað. Báðir eru þeir á samtals -11 undir pari, samtals á 133 höggum, báðir (66 67).
Boyd hefir tvívegis orðið í 2. sæti á þeim 3 keppnistímabilum sem hann hefir spilað á Evróputúrnum.  Gonnet hefir aðeins einu sinni orðið meðal efstu þriggja og það var á nýliðaári hans 2007.
Gonnet sagði eftir hringinn góða í dag: „Ég spilaði mjög vel aftur í dag, jafnvel af teig sem er gott af mér að vera.“
Boyd sagði hins vegar m.a.: „Það er langt síðan að ég hef verið meðal efstu – líklega í Tékklandi eða Sviss á síðasta ári og ég ætla að læra af reynslunni þegar ég spila um helgina nú.“
Boyd og Gonnet hafa 1 höggs forystu á Branden Grace frá Suður-Afríku, sem er í 3. sæti og Belginn Nicolas Colsaerts  er í 4. sæti á -9 undir pari.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í á Volvo China Open smellið HÉR: