
Evróputúrinn: Bernd Wiesberger tekur afgerandi forystu á 3. degi Ballantine´s í Seúl
Austurríkismanninum Bernd Wiesberger virðist líða ósköp vel í Suður-Kóreu. Hann er frá þessu litla landi, sem ekki hefir verið svo stórt hlutabréf á verðbréfamarkaði golfsins, og leiðir eftir 3. dag á Ballantine´s Championship, á Blackstone golfvellinum í Icheon, Seúl, Suður-Kóreu, fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður á morgun.
Langþekktasti kylfingurinn frá Austurríki er eflaust Marcus Brier, sem búinn er að vera hæst „rankaði“ kylfingur Austurríkis og hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 2000. Árið 2006 varð hann fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni þ.e. BA-CA Golf Open. En nú eru nýir strákar að feta í fótspor Briers og þar er Bernd Wiesberger, fremstur í flokki og spennandi að sjá hvort hann landar enn einum sigrinum fyrir Austurríki á morgun.
Bernd Wiesberger er með afgerandi forystu. Hann er búinn að spila á samtals -14 undir pari, 202 höggum (72 65 65).
Í 2. sæti er Marcus Fraser, frá Ástralíu, heilum 5 höggum á eftir Wiesberger þ.e. á samtals – 9 undir pari, 207 höggum (71 67 69).
Þriðja sætinu deila Felipe Aguilar frá Paraguay og Oliver Fisher frá Englandi á samtals -8 undir pari hvor, 208 höggum; Aguilar (71 69 68) og Fisher (71 70 67).
Fimmta sætinu deila Miguel Angel Jiménez frá Spáni og Paul McGinley frá Írlandi á samtals -7 undir pari, hvor.
Í sjöunda sætinu eru 4 kylfingar m.a. Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi, allir á samtals -6 undir pari, hver.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Ballantine´s Open í Icheon, Seúl í Suður-Kóreu smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024