Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 12:45

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger tekur afgerandi forystu á 3. degi Ballantine´s í Seúl

Austurríkismanninum Bernd Wiesberger virðist líða ósköp vel í Suður-Kóreu.  Hann er frá  þessu litla landi, sem ekki hefir verið svo stórt hlutabréf á verðbréfamarkaði golfsins, og leiðir eftir 3. dag á Ballantine´s Championship, á Blackstone golfvellinum í Icheon, Seúl, Suður-Kóreu, fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður á morgun.

Langþekktasti kylfingurinn frá Austurríki er eflaust Marcus Brier, sem búinn er að vera hæst „rankaði“ kylfingur Austurríkis og hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 2000. Árið 2006 varð hann fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni þ.e. BA-CA Golf Open. En nú eru nýir strákar að feta í fótspor Briers og þar er  Bernd Wiesberger, fremstur í flokki og spennandi að sjá hvort hann landar enn einum sigrinum fyrir Austurríki á morgun.

Bernd Wiesberger er með afgerandi forystu. Hann er búinn að spila á samtals -14 undir pari, 202 höggum (72 65 65).

Í 2. sæti er Marcus Fraser, frá Ástralíu,  heilum 5 höggum á eftir Wiesberger þ.e. á samtals – 9 undir pari, 207 höggum (71 67 69).

Þriðja sætinu deila Felipe Aguilar frá Paraguay og Oliver Fisher frá Englandi á samtals -8 undir pari hvor, 208 höggum; Aguilar (71 69 68) og Fisher (71 70 67).

Fimmta sætinu deila Miguel Angel Jiménez frá Spáni og Paul McGinley frá Írlandi á samtals -7 undir pari, hvor.

Í sjöunda sætinu eru 4 kylfingar m.a. Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi, allir á samtals -6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Ballantine´s Open í Icheon, Seúl í Suður-Kóreu smellið HÉR: