Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 07:15

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger sigraði á Ballantine´s

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem sigraði á Ballantine´s Championship á Blackstone golfvellinum í Icheon í Seúl, Suður-Kóreu. Austurrískur sigur staðreynd… og fyrsti sigur Wiesberger, sem hins vegar hefir áður sigrað tvívegis á Áskorendamótaröðinni!!!

Wiesberger hélt 5 högga forystu sinni, sem hann hafði fyrir lokadaginn.  Hann spilaði samtals á -18 undir pari, samtals 270 höggum (72 65 65 68).

Eftir sigurinn sagði Wiesberger m.a. eftirfarandi: „Ég reyndi bara að njóta þess að spila og átti 3 bestu hringi ævinnar.  Ég reyndi að forðast skolla og tókst það nokkuð, sem var frábært.  Planið var að ná inn á flatir á tilskyldum höggafjölda eins oft og mögulegt var og reyna að setja niður púttin, en þau duttu síðan í lokinn.  Ég var ekki taugaóstyrkur. Það var ansi taugatrekkjandi móment á 12. braut en ég náði frábæru chippi og pútti fyrir pari, en síðustu 3-4 holurnar reyndi ég bara að njóta þess að spila. Þegar ég flýg heim í kvöld er ég ansi viss um að ég fái mér skot af Ballantine´s í Emirates biðsal flugstöðvarinnar.“

Í 2. sæti varð Skotinn Richey Ramsay á samtals -13 undir pari og í 3. sæti urðu Frakkinn Victor Dubuisson og Ástralinn Marcus Fraser á -11 undir pari samtals, hvor.

Í 5. sæti urðu síðan Spánverjinn Miguel Angel Jiménez og Englendingurinn Anthony Wall á samtals -10 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Ballantine´s Championship smellið HÉR: