Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger efstur þegar Ballantine´s er hálfnað

Einn þekktasti kylfingur Austurríkis Bernd Wiesberger vermir nú efsta sætið þegar Ballantines´s er hálfnað. Hann spilaði á -7 undir pari, samtals 137 höggum (72 65).

Í 2. sæti er Ástralinn Marcus Fraser á -6 undir pari, 138 höggum (67 71). Í 3. sæti er Svíinn Oscar Floren á -5 undir pari, samtals 139 höggum (72 67).

Þrír kylfingar deila síðan með sér 4. sætið: Jiménez, Aguilar og Wall allir á samtals -4 undir pari hver.

Til þess að sjá stöðuna þegar Ballantines mótið er hálfnað smellið HÉR: