
Evróputúrinn: Írinn Damien McGrane tekur forystuna í Marokkó
Í Agadir, í Marokkó fer nú fram Trophée Hassan II mótið. Allir eru komnir út, þeir síðustu hófu leik fyrir 20 mínútum og þó nokkrir hafa þegar lokið leik. Forystuna snemma dags hefir Írinn Damien McGrane tekið, en hann kom inn í morgun á glæsilegu skori á -7 undir pari, 65 höggum. Skorkort Damien er ansi skrautlegt og það gekk á ýmsu á hringnum hjá honum. Hann var með 3 skolla, 8 fugla og 1 örn, en örninn kom á par-5 10. brautinni.
Einn í 2. sæti sem stendur er Spánverjinn Alejandro Cañizares á -5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila sem stendur 5 kylfingar, sem búnir eru að spila á -4 undir pari, 68 höggum, en þeirra á meðal er hinn úlnliðsmeiddi Edoardo Molinari.
Eins og segir eiga margir eftir að ljúka leik, þeir síðustu út hafa rétt hafið leik og verður Golf 1 með endanlega stöðufrétt 1. dags Trophée Hassan II í kvöld.
Til þess að fylgjast með stöðunni á Trophée Hassan II mótinu smellið HÉR:
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn