
Evróputúrinn: Írinn Damien McGrane tekur forystuna í Marokkó
Í Agadir, í Marokkó fer nú fram Trophée Hassan II mótið. Allir eru komnir út, þeir síðustu hófu leik fyrir 20 mínútum og þó nokkrir hafa þegar lokið leik. Forystuna snemma dags hefir Írinn Damien McGrane tekið, en hann kom inn í morgun á glæsilegu skori á -7 undir pari, 65 höggum. Skorkort Damien er ansi skrautlegt og það gekk á ýmsu á hringnum hjá honum. Hann var með 3 skolla, 8 fugla og 1 örn, en örninn kom á par-5 10. brautinni.
Einn í 2. sæti sem stendur er Spánverjinn Alejandro Cañizares á -5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila sem stendur 5 kylfingar, sem búnir eru að spila á -4 undir pari, 68 höggum, en þeirra á meðal er hinn úlnliðsmeiddi Edoardo Molinari.
Eins og segir eiga margir eftir að ljúka leik, þeir síðustu út hafa rétt hafið leik og verður Golf 1 með endanlega stöðufrétt 1. dags Trophée Hassan II í kvöld.
Til þess að fylgjast með stöðunni á Trophée Hassan II mótinu smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023