Evróputúrinn: Írinn Damien McGrane tekur forystuna í Marokkó
Í Agadir, í Marokkó fer nú fram Trophée Hassan II mótið. Allir eru komnir út, þeir síðustu hófu leik fyrir 20 mínútum og þó nokkrir hafa þegar lokið leik. Forystuna snemma dags hefir Írinn Damien McGrane tekið, en hann kom inn í morgun á glæsilegu skori á -7 undir pari, 65 höggum. Skorkort Damien er ansi skrautlegt og það gekk á ýmsu á hringnum hjá honum. Hann var með 3 skolla, 8 fugla og 1 örn, en örninn kom á par-5 10. brautinni.
Einn í 2. sæti sem stendur er Spánverjinn Alejandro Cañizares á -5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila sem stendur 5 kylfingar, sem búnir eru að spila á -4 undir pari, 68 höggum, en þeirra á meðal er hinn úlnliðsmeiddi Edoardo Molinari.
Eins og segir eiga margir eftir að ljúka leik, þeir síðustu út hafa rétt hafið leik og verður Golf 1 með endanlega stöðufrétt 1. dags Trophée Hassan II í kvöld.
Til þess að fylgjast með stöðunni á Trophée Hassan II mótinu smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024