Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 15:05

Evrópumótaröðin: Thorbjörn Olesen sigurvegari á Opna sikileyska

Það var Daninn Thorbjörn Olesen sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna sikileyska (ens.: Open Sicilian) 2012, sem lauk nú fyrir skemmstu. Hann spilaði á samtals -15 undir pari, samtals 273 höggum (68 69 67 69). Þetta er fyrsti sigur Olesen á Evróputúrnum.

Í 2. sæti varð Englendingurinn Chris Wood, aðeins 1 höggi á eftir Olesen, á samtals -14 undir pari samtals. Hann gerði harða atlögu að Olesen og jafnaði vallarmetið, 64 högg á lokahringnum, en það dugði ekki til sigurs.

Þriðja sætinu deildu Belginn Nicholas Colsaerts og landi Olesen, Sören Kjeldsen á samtals – 12 undir pari hvor.

Í 5. sæti varð síðan Spánverjinn José Manuel Lara, á -11 undir pari samtals.

Til þess að sjá úrslitin á Opna sikileyska smellið HÉR: