Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 13:15

Evrópu& Asíutúrinn: Peter Whiteford leiðir þegar Avantha Masters er hálfnað

Skotinn Peter Whiteford leiðir þegar Avantha Masters er hálfnað. Peter spilaði á -10 undir pari, samtals 134 höggum (66 68).

„Ég myndi ekki segja að sveiflan sé framúrskarandi, en stundum er það þannig að maður spilar besta golfið sitt  þegar maður þarf að berjast,“ sagði  Whiteford, sem var nálægt sigri á Open de Andalucía de Golf, 2010, en lenti í 2. sæti.

Í 2. sæti á Avantha Masters er Thaílendingurinn Prom Meesawat, tveimur höggum á eftir Whiteford, samtals -8 undir pari.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat á -7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Avantha Masters smellið HÉR: