Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2020 | 07:00

Evían risamótið í ágúst í stað júlí

Fjórða risamót ársins hjá kvenkylfingum, Evían Championship, átti að fara fram 23.-26. júlí n.k.

Vegna kórónavírusins og vegna þess að Ólympíuleikunum hefir verið frestað mun Evían risamótið nú fara fram dagana 6.-9. ágúst í staðinn.

Þetta er 2. risamótið í kvennagolfinu, sem raskast vegna kórónafaraldursins.

ANA Inspiration, sem átti að fara fram snemma í næsta mánuði í Kalíforníu, hefir verið frestað til september og mun því fara fram eftir Evían risamótið, þannig að röð risamótanna raskast einnig.

Evían fer fram vikuna á undan Ladies Scottish Open í Norður Berwidk.

Þessar tilfæringar gera það auðveldara fyrir leikmennina að ferðast og hjálpar okkur þar sem við reynum að halda mót, sem áður hefir verið frestað og það er því mikil samþjöppun móta sem á sér stað í sumar og haust,“ sagði Michael Whan, framkvæmdastjóri LPGA m.a. um tilfærsu Evían mótsins.

Sjá má fréttatilkynningu Whan í heild sinni með því að SMELLA HÉR: