Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2022 | 04:00

Evían 2022: Henderson heldur forystu – So Yeon Ryu sækir á á 3. degi

Hin kanadíska Brooke Henderson hefir 2 högga forystu fyrir lokahringinn á Evían risamótinu.

Henderson er samtals búin að spila á 17 undir pari, 196 höggum (64 64 68).

So Yeon Ryu frá S-Kóreu er í 2. sæti á samtals 15 undir pari, 198 höggum (67 66 65) og er sífellt að spila betur og sækir hart að Henderson.

Sopha Schubert frá Bandaríkjunum er síðan þriðja á samtals 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og hin suður-kóreanska Sei Young Kim deila síðan 4. sæti á samtals 12 undir pari, hvor.

Einhver þessara 5 stendur líklegast uppi sem risamótssigurvegari á Evían og er spennandi sunnudagur framundan!

Sjá má stöðuna á Evían risamótinu með þvi að SMELLA HÉR: