Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2022 | 16:45

Evían 2022: Brooke Henderson sigraði!!!

Það var Brooke Henderson frá Kanada, sem sigraði á Evían risamótinu í ár.

Sigurskor Henderson var 17 undir pari, 267 högg ( 64 64 68 71).

Brooke Henderson er fædd 10. september 1997 og því aðeins 24 ára. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta 12. LPGA sigur hennar og 2. risamótssigur hennar. Hún sigraði fyrsta risatitil sinn á Women’s PGA C’ship árið 2018.

Í 2. sæti á Evían varð Sophia Schubert frá Bandaríkjunum, aðeins 1 höggi á eftir Henderson, þ.e. á samtals 16 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: