Evans tvítar um Gary Player: „Hann er viðbjóðslegur maður, án samvisku eða heilinda.“
Atvinnukylfingurinn Gary Evans hefir sent frá sér röð tvíta þar sem hann lýsir yfir hversu mikið honum mislíkar við Player, eftir að hinn 9-faldi risamótssigurvegari blokkeraði hann á Twitter nú í morgun.

Gary Evans f. 22. febrúar 1969 og 48 ára í dag. Hann ber nafna sínum, Player, ekki vel söguna
Eftir að hafa verið blokkeraður á félagsmiðlunum, þá hefir Evans, sem flestir minnast helst fyrir að hafa næstum sigrað á Opna breska 2002 (en hann lauk keppni í því risamóti T-5) skrifað fjölda tvíta þar sem hann segir frá því hvernig hann missti allt álit á Player, þegar sá eyðilagt einn af hápunktum ferils Evans á æfingahring fyrir Opna breska, sem þá var haldið á Royal Troon.
Evans segir frá því m.a. hvernig hann átti að spila við átrúnaðargoð æsku sinnar, Player og Seve Ballesteros og jafnframt því Gordon J Brand, en Player hefði róið öllum árum að því að fá Sandy Lyle í ráshópinn í stað Evans.
Englendingurinn Evans, sem þá var aðeins 20 ára nýliði segir að Player „hefði tekið það út á honum í búningsklefanum á ákaflega aggressívan hátt, sem skyldi Evans eftir í brotum.“
Evans greindi einnig frá sambærilegu atvikum sem áttu sér stað á Opna breska 1991.
Hér má sjá nokkur atriði í tvítum Evans:
„You screwed me at the 89 Open, then again in the 91 Open, you’re just a nasty little man whose favourite subject is himself.“
(Lausleg íslensk þýðing: Þú fórst illa með mig á Opna breska 1989 og svo aftur á Opna breska 1991; þú er bara andstyggilegur, lítill karl sem er hrifinn af sjálfum sér.“)
„The GP incidents are too long to go into on here but were covered very well by the press at the time without my participation.“
(Lausleg íslensk þýðing: „Gary Player leiðindaatvikin eru of mörg til að fara yfir þau öll hér en fjallað var vel um þau af fjölmiðlum á sínum tíma án þess að ég ætti þar hlut að máli.“
„Let’s just say that as a young naive 20 yr old who had GP as a hero of mine, my view after a traumatic 2 days changed dramatically.“
(Lausleg íslensk þýðing: „Segjum bara að sem ungu, barnalegu 20 ára ungmenni, sem átti sér Gary Player að átrúnaðargoði, þá hafi sýn mín eftir 2 daga áfall breyst verulega.“
„No, I was meant to play with him, Seve and Gordon J Brand on Wed but he ousted me on the 1st tee in favour of Lyle, who wasn’t on startsheet
(Lausleg íslensk þýðing: „Nei, ég átti að spila með honum, Seve og Gordon J Brand á miðvikudeginum en hann kom því til leiðar að mér var hent út og Lyle settur í staðinn sem var ekki á ráslistanum.“
„Without my knowledge the press caught wind of what he did and had a go at him in the papers the next day. After the 1st round he sought me..“
(Lausleg íslensk þýðing: „Án þess að ég vissi af neinu þá frétti pressan af því hvað hann gerði og réðist á hann í dagblöðunum daginn eftir. Eftir 1. hringinn veittist hann að mér ….“
„out and without going into detail, chose to take it out on me in the locker room in an extremely aggressive manner which left me in bits.
„(Lausleg íslensk þýðing: „… án þess að fara í samátriðin kaus hann að taka það út á mér í búningsherberginu á mjög aggressívan hátt, sem skyldi mig eftir í brotum.“
„Seve was a gentleman and apologised to me on the 1st tee. The 500 people around the 1st tee witnessed it which I assume is how press heard.“
(Lausleg íslensk þýðing: „Seve var heiðursmaður og bað mig afsökunar á 1. teig. Það voru 500 manns umhverfis okkur og það er þannig geri ég ráð fyrir að pressan hafi frétt af þessu….“
„… about how GP spoke to the starter and myself. The man is a disgusting human being without apology, conscience or integrity.“
(Lausleg íslensk þýðing: „ …. hvernig Gary Player talaði við ræsinn og mig. Maðurinn er ógeðsleg mannvera sem kann ekki að biðjast afsökunar og hefir hvorki samvisku né heilindi.„
„The snub I got over straightaway but his attack on me in the locker room was utterly despicable.“
(Lausleg íslensk þýðing: „ Ég komst strax yfir útilokunina, en árás hans á mig í búningsherberginu var algjörlega fyrirlitleg.“
„In 91 I chose to play my practice round with 2 other amateurs as I was still amateur at the time. Guess who appeared with 20 photographers“
(Lausleg íslensk þýðing: „Árið ´91 valdi ég að spila æfingahring minn með 2 öðrum áhugamönnum, þar sem ég var enn áhugamaður á þeim tíma. Getið ykkur til hver birtist með 20 ljósmyndurum….„
„On the 1st tee? GP, „can I join you boys“ what was I going to do, say No and then be made to look like a prat? Self promotion, that’s what….“
(Lausleg íslensk þýðing: …. á fyrsta teig? Gary Player. „Fæ ég að spila með ykkur strákar.“ Hvað átti ég að gera, segja nei og standa þarna eins og fáviti? Þetta snerist allt um auglýsa sjálfan sig það er það ….
„….. it was all about. It was horrendous.“
(Lausleg íslensk þýðing: …. sem þetta snerist um. Það var hryllilegt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
