Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2014 | 11:45

EuroPro: Ólafur Björn með glæsilegan 2. hring upp á 67 högg!

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt i The FSC Invitational at the Astbury, sem er mót á EuroPro mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 11.-13. júní 2014.

Ólafur spilaði fyrri hring á 5 yfir pari, 75 höggum, en seinni hringinn á  glæsilegum 3 undir pari, 67 höggum!!!

Sem stendur er Ólafur Björn þvi á  2 yfir pari, samtals 142 höggum (75 67).  Á 2. hring fékk Ólafur Björn 4 fugla og 1 skolla.

Sem stendur er þó ósennilegt að Ólafur komist i gegnum niðurskurð þrátt fyrir glæsilegt spil i dag.

Til þess að fylgjast með Ólafi Birni á The FSC SMELLIРHÉR: