Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 19:30

EuroPro: Ólafur Björn í 25. sæti e. 2. dag í Englandi

Ólafur Björn Loftsson, atvinnumaður, tekur þátt í  The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu, sem er hluti af EuroPro mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu.

Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (72 74) og deilir 25. sætinu ásamt 5 öðrum.

5 efstu á EuroPro mótaröðinni fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í lok keppnistímabilsins – Það er vonandi að Ólafur Björn verði þar á meðal!

Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um hringinn og keppnisaðstæður í dag:

„Skrautlegur dagur að baki hér í Englandi. Spilaði á 74 (+2) höggum við afar erfiðar aðstæður. Það var úrhellisrigning og mikill vindur í morgun. Völlurinn tók vel á móti manni en eftir góð högg með dræver og 3-tré átti ég einungis 90 metra eftir í stöng á fyrstu holu sem er par 4 hola. Ég var ósammála mótshöldurum að völlurinn væri leikhæfur þar sem full lausn frá aðkomuvatni var yfirleitt mjög vafasöm. Flatirnar voru þar að auki á floti en vallarstarfsmenn ýttu vatninu til hliðar á milli holla. Það var ekkert annað í stöðunni en að brosa og reyna að leysa sem best úr þessum krefjandi aðstæðum. „