Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2014 | 16:30

EuroPro: Erfið byrjun hjá Ólafi Birni

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf leik í dag á The FSC Invitational at the Astbury, sem er mót á EuroPro mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 11.-13. júní 2014.

Ólafur spilaði á 5 yfir pari,75 höggum og er sem stendur i 135. sæti af 155 þátttakendum.

Í efsta sæti eru tveir Skotar Zack Saltman (einn af Saltman golfbræðrunum) og Kris Nicol, báðir á 5 undir pari, 65 höggum.

Til þess að fylgjast með Ólafi Birni á The FSC SMELLIРHÉR: