European Young Masters: Perla Sól sigraði!!! Hún er Evrópumeistari í fl. 16 ára og yngri!!!
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði í stúlknaflokki 16 ára og yngri á European Young Masters.
Sigur Perlu Sól er sögulegur því hún er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að verða Evrópumeistari á Europen Young Mastersi! Stórglæsileg!!! Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins.
Perla Sól, sem er fædd 28. september 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á 2 höggum undir pari Linna vallarins, í Finnlandi, þar sem að mótið fór fram. Hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Þrír keppendur voru jafnir á -1 samtals í stúlknafloki.
Þrír aðrir íslenskir keppendur voru í mótinu; Skúli Gunnar Ágústsson, GA – Veigar Heiðarsson, GA og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau ásamt Perlu Sól enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.
Helga Signý lék á 239 höggum eða +23 og endaði í 39. sæti.
Veigar Heiðarsson lék á 231 höggi eða +15 samtals sem skilaði honum í 37. sæti.
Skúli Gunnar endaði í 50. sæti en hann lék á +25 samtals.
Sjá má lokastöðuna á European Young Masters með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024