Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 23:59

European Young Masters: Perla Sól sigraði!!! Hún er Evrópumeistari í fl. 16 ára og yngri!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði í stúlknaflokki 16 ára og yngri á European Young Masters.

Sigur Perlu Sól er sögulegur því hún er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að verða Evrópumeistari á Europen Young Mastersi! Stórglæsileg!!! Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins.

Perla Sól, sem er fædd 28. september 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á 2 höggum undir pari Linna vallarins, í Finnlandi, þar sem að mótið fór fram. Hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Þrír keppendur voru jafnir á -1 samtals í stúlknafloki.

Sigurgleði Perlu Sól var mikil 🙂

Þrír aðrir íslenskir keppendur voru í mótinu; Skúli Gunnar Ágústsson, GA – Veigar Heiðarsson, GA og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau ásamt Perlu Sól enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.

Helga Signý lék á 239 höggum eða +23 og endaði í 39. sæti.

Veigar Heiðarsson lék á 231 höggi eða +15 samtals sem skilaði honum í 37. sæti.

Skúli Gunnar endaði í 50. sæti en hann lék á +25 samtals.

Sjá má lokastöðuna á European Young Masters með því að SMELLA HÉR: