Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2023 | 12:00

European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!

Evrópumeistaramót 16 ára og yngri 2023, European Young Masters, fór fram á Sedin vellinum í Slóvakíu 27.-29. júlí.

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson, GK, Guðjón Frans Halldórsson, GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM og Auður Bergrún Snorradóttir, GM.

Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur – leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna – og piltaflokki.

Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) (-5 samtals).

Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi!!! Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra.

Sjá má lokastöðuna í öllum flokkum með því að SMELLA HÉR: 

Texti og mynd: GSÍ.  Efri röð frá vinstri: Markús Marelsson, Guðjón Frans Halldórsson, Alexandra Eir Grétarsdóttir, liðsstjóri og sjúkraþjálfari. Neðri röð frá vinstri Pamela Ósk Hjaltadóttir, Auður Bergrún Snorradóttir.