Þátttakendur í European Young Masters – Fannar Ingi stóð sig best varð í 13. sæti! Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 21:30

Fannar Ingi í 13. sæti e. 2. dag European Young Masters

Fjórir íslenskir keppendur eru meðal þátttakenda á European Young Masters en það eru þau Saga Traustadóttir, GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Henning Darri Þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.

Mótið fer fram í Hamburger Golf Club.

Eftir 2. dag er Fannar Ingi í 13. sæti á samtals 5 yfir pari og Henning Darri í 33. sætinu á samtals 14 yfir parií drengjaflokki.

Ólöf María er í 29. sæti í telpnaflokki á samtals 12 yfir pari og Saga í 38. sæti á samtals 14 yfir pari.

Skor hjá stúlkum má finna með því að SMELLA HÉR: 

Skor hjá strákum má finna með því að  SMELLA HÉR: