Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2013 | 12:00

European Ladies fer fram 9.-13. júlí 2013

European Ladies´2013 fer fram dagana 9.-13. júlí næstkomandi. Mótið er að þessu sinni leikið á FULFORD GOLF CLUB, YORK, í Englandi. Hér má sjá upplýsingar um mótið og völlinn. Alls taka 20 þjóðir þátt, auk Íslendinga eru þetta lið frá Austurríki, Belgíu, Danmörk, Englandi, Finnlandi, Fraklandi, Þýskalandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Rússlandi, Skotlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Sviss  og Wales.

Íslenska kvennalandsliðið skipa eftirfarandi kylfingar.

Anna Sólveig Snorradóttir, Golfklúbbnum Keili

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

Signý Arnórsdóttir, Golfklúbbnum Keili

Sunna Víðisdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

Liðstjóri: Ragnar Ólafsson

Þjálfari: Brynjar Eldon Geirsson

Leikfyrirkomulag í höggleik og riðlum.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur, 18 holur hvorn dag þar sem allir sex kylfingar hvers liðs spila en fimm bestu skorin telja hvorn dag. Eftir höggleikinn er raðað niður í riðla eftir árangri úr höggleiknum. Í riðil A fara þær átta þjóðir sem hafa lægsta skorið, í B riðil fara þjóðir í sætum 9-16 og í C riðil fara þjóðir í sætum 17-20. Í riðlum er leikinn holukeppni í formi fjórmennings og tvímennings.

Í A riðli eru þær þjóðir sem keppa munu um Evróputitilinn sjálfan, leikfyrirkomulagið er þannig að fyrir hádegi er keppt í fjórmenningi en eftir hádegi í tvímenning, 1 vs 8, 2 vs 7, 3 vs 6 og 4 vs 5.  Sigurvegarar í fyrstu leikjunum í A riðli fara beint í undanúrslit og sigurvegararar í undanúrslitaleikjunum leika til úrslita um Evróputitilinn. Liðin sem tapa í A riðli leika um sæti 5-8, en þá keppa þau innbyrðis líkt og liðin í riðlum B og C.