Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 18:00

Eru Rory og Sergio Garcia að gera grín að Caroline Wozniacki?

Nú um daginn náði Caroline Wozniacki, fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, ekki höggi á US Open (í tennisnum) vegna þess að hárflétta hennar flæktist í tennisspaðanum.

Nú um helgina, á 3. hring BMW Championship í Cherry Hills í Colorado náðust þeir Sergio Garcia og Rory McIlroy á myndskeið, þar sem þeir eru að tala saman.

Virðast handahreyfingar beggja þannig að þeir séu að gera grín að ofangreindu atviki þegar Wozniacki náði ekki högginu.

A.m.k. hlægja þeir og skemmta sér.

Sjá má hárið á Caroline festast í tennisspaðanum á US Open og samtal þeirra félaga á Twitter eða með því að SMELLA HÉR: