Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 13:00

Ernie Els vill sigra á Masters áður en hann hættir í golfi

Ernie Els, 45 ára, er enn ekki búinn að gefa upp drauminn um að sigra á Masters risamótinu, sem er næsta risamót á dagskrá þ.e. í apríl 2015, eins og allir vita.

„Þegar ég var ungur var ég mjög cocky og hélt að ég myndi sigra á öllum risamótunum í réttri röð,“ sagði hann.

„Ég hélt að ég myndi sigra á Masters fyrst allra risamóta og síðan Opna breska, Opna brandaríska og síðan PGA Championship.“

„Nú ég hef ekki sigrað á Masters hingað til og ég hef ekki sigrað á PGA Championship, þannig að ég ætla að reyna að sigra á Masters áður en ég hætti í golfi.“

„Það myndi líklegast vera mesta afrek á ferli mínum.“

Ernie æfir sveifluna af hraðbát sínum

Ernie æfir sveifluna af hraðbát sínum