Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2012 | 17:40

Ernie Els sigraði á Opna breska 2012!!!!!

Kemst Ernie Els á the Masters 2013 eða hvað?  Suður-afríski snillingurinn með mjúku sveifluna er sigurvegari á Opna breska 2012.  Glæsilegt!!! Frábært!!!!

„Það verður erfitt að ná mér“ sagði Adam Scott fyrir lokahringinn. Þann lærdóm má draga af þessu að það er best að spara stóru orðin fyrir risamót á borð við Opna breska, eða ef út í það er farið hvaða mót sem er.  Mót verður að vinna og hafa fyrir því, það má ekki fara fram úr sér og hugsa fram í tímann. Þessi orð eru mantra íþróttasálfræðinga á borð við Bob Rotella.

En hafi einhver getað leyst úr einhverju erfiðu í golfi er það svo sannarlega Ernie Els.  Þetta er mikill gleðidagur þeirra, sem dást að sveiflu Ernie, en óhætt er að segja að það geri flestallir.

Ernie sigraði sem sagt á samtals 7 undir pari, 273 höggum (67 70 68 68) … en aðallega vegna þess að Scott fór úr sambandi á síðustu 4 holunum, sem hann fékk skolla á og átti afleitan hring.

Adam Scott lauk leik á samtals 6 undir pari, 274 höggum (64 67 68 75). Aumingja Adam Scott fékk 7 skolla og 2 fugla; spilaði á 75 höggum. Ekki er ólíklegt að hann þurfi á áfallahjálp að halda eftir ósköpin.

Í 3. sæti urðu Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Brandt Snedeker á samtals 3 undir pari, hvor og 5. sætinu deildu nr. 1 í heiminum Luke Donald og Graeme McDowell á samtals 2 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Opna breska 2012 SMELLIÐ HÉR: