Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2011 | 10:30

Ernie Els og tarantúlu-köngulóin

Steve Ellings yfirpenni golffrétta á CBS Sports skrifaði stórskemmtilega grein, sem birtist á CBS Sports í fyrradag, þar sem hann fer yfir það helsta sem gerðist í golfheiminum árið 2011. Meðal þess sem hann rifjar upp er það, sem hann telur meðal þess fyndnasta sem gerðist á golfvellinum 2011. Atvikið sem um ræðir átti sér stað á PGA mótaröðinni á lokahring Frys.com Open þegar tarantúlu-könguló labbaði sig yfir að bolta Ernie Els. Ernie sem að sögn var ekkert nema rólegheitin reyndi að stjaka henni mjúklega frá golfboltanum, með 3-trénu sínu þannig að hann gæti haldið áfram að spila. Spilafélagar hans Briny Baird og Paul Casey stóðu þar rétt hjá og leiðir á biðinni gengu þeir yfir til Els. „Þú veist að þessar köngulær geta stokkið úr jafnstöðu svo sem 2 metra“ skellti Briny á Ernie. Það kom í ljós að Ernie getur það líka áður en hann áttaði sig á að Briny var að djóka! Allir sem til sáu skellihlógu að sögn.

Heimild: CBS Sports

(Þess mætti svona til gamans geta að það eru til um 900 tegundir af tarantúlu-köngulóm og flestum er illa við þær vegna þess hversu stórar og loðnar þær eru. Ef þær bíta er það mjög sársaukafullt – hins vegar eru þær ekki mjög eitraðar – það er t.a.m. mun hættulegra að vera stunginn af býflugu – þess vegna er nokkrum sem finnst gaman að halda þær sem gæludýr – það fer lítið fyrir þeim og þær fæla frá óæskilega gesti s.s. innbrotsþjófa betur en nokkur varðhundur – nokkuð misjafnt er hversu hættulegar köngulærnar eru – nokkrar tarantúlur geta auðveldlega drepið lítil dýr á við eðlur, mýs eða smáfugla. Hér fyrir neðan má sjá mismunandi gerðir tarantúla:)

Cobalt Tarantúlan

Svört tarantúla