Ernie Els minnist Nelson Mandela á Nedbank Golf Challenge
Í gær bárust þau hryggilegu fréttir frá Suður-Afríku að Nelson Mandela hefði látist 95 ára að aldri. Hann lifði langa ævi.
Í gær hófst einnig Nedbank Golf Challenge mótið – þar sem 30 stórstjörnur golfíþróttarinnar keppa sín á milli. Mótinu var frestað í gær vegna þrumu, eldinga og úrkomu.
Rétt áður en mótið hófst að nýju hélt Ernie Els tölu, þar sem hann minntist Nelson Mandela.
Els sagði m.a.:
„Þetta er mjög sorglegur dagur. Mjög sorglegur fyrir Suður-Afríku og reyndar heiminn allan. Við höfum misst einn af íkonum meðal forystumanna okkar tíma. Það er ekki hægt að segja neitt slæmt um manninn. Hann barðist fyrir það sem hann trúði á, fór í fangelsi í svo mörg ár og eftir lausn leiddi hann þjóð þar til núna.“
„Hann var faðir þjóðar okkar og heimsálfu. Það er bara mjög sorglegt að hann fór. Hann var 95 og lifði fullu lífi en mikið af því var ekki varið í það sem hann var svo góður í vegna þess að hann var í burtu í svo mörg ár.“
„Ég hitti hann í fyrsta sinn árið 1994 ásamt Hr. (Johann) Rupert þegar við snæddum saman og síðan eftir það héldum við sambandi. Ég var vanur að spila í mótum í Houghton sem var nærri heimili hans en Houghton golfklúbburinn var þar nærri. Hann kom eitt sinn og við skiptumst á gjöfum. Ég á enn myndina frá þeim degi 1996 á skrifstofu minni í Bandaríkjunum. Og síðan þá, í hvert skipti sem ég vann mót var hann vanur að hringja í mig.“
„Ég man að ég flaug til London eitt sinn. Við sátum fremst og síðan kom Mandela síðastur í vélina og sat fremstur. Hann sá mig og dóttur mína og allt í einu vildi hann ekki tala við mig – hann vildi tala við dóttur mína.“
„Hann tók Samönthu upp og hún sat í fanginu á honum og hann talaði við hana eins og eitt barnabarna hans. Þetta voru sérstakir tímar og þær fáu stundir sem við áttum saman voru mjög sérstakar. Hann var bara ein af þeim undraverðustu persónum sem ég hef nokkru sinni hitt.“
„Dagurinn í dag verður erfiður. Hann var forseti okkar og maðurinn sem breytti lífi okkar. Það gæti hafa verið svo öðruvísi í Suður-Afríku en hann hélt haus og hélt öllum gangandi fram á veg. Ég var í flughernum þegar ANC var bannað. Ég man þá daga á 8. áratugnum þegar stjórnin var á móti ANC. Þið vitið þeir (ANC) var óvinur okkar.“
„Og síðan kemur Mandela forseti og tekur yfir og leiðir land okkar á lýðræðislegan hátt. Hann var ótrúlegur náungi og þeir náungar af þessari kynslóð munu virkilega sakna hans.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
