Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:59

Erica og Rory á Barbados

Fyrir viku síðan voru Rory McIlroy og kærasta hans, Erica Stoll í strandgöngutúr á Barbados.

S.s. allir kylfingar vita er afar mikilvægt að geta slakað á í golfi og ef eitthvað stress er í gangi kemur það niður á golfleiknum!

Rory var greinilega að slaka á.

Mikið hefir verið rætt um blómamynstrað, svart bikini Ericu, stráhattinn hennar og Tom Ford sólgleraugu hennar, sem hafa selst eins og heitar lummur eftir að myndin birtist.

En ekki hefir síður verið rætt um fallegan, grannan vöxt Ericu og hversu vel hún og Rory samsvara sér.

Fallegt strandpar á ferðinni þarna.