Erfið staða hjá stelpunum okkar á HM
„Þetta var erfiður dagur og við þurfum að horfa fram á veginn. Undirbúningurinn var góður og stelpurnar voru vel stemmdar. Aðstæður voru erfiðar að eiga við, keppnisvellirnir eru langir og krefjandi,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari eftir 2. keppnisdag á heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó. Íslenska liðið lék illa og er í 47. sæti af alls 55 þjóðum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 76 höggum eða +4 en þær Berglind Björnsdóttir úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili léku á 89 og 90 höggum. Tvö bestu skorina telja á hverjum hring og er Ísland samtals á +33 eftir 36 holur.
Keppt er á Riveria Maya golfvallasvæðinu í Mexíkó. Mótið ber nafnið Espirito Santo Trophy og er þetta í 27. sinn sem mótið fer fram.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir 79-76
Berglind Björnsdóttir 77-89
Signý Arnórsdóttir 79-90
„Þar að auki er hitinn og rakinn að gera okkur erfitt fyrir. Það er eins og að vera í fimm og hálfan tíma í gufubaði að vera úti á golfvelli og það reynir verulega á úthaldið og einbeitinguna. Ljósi punkturinn í þessu er spilamennskan hjá Guðrúnu Brá, sem setti saman fínan hring, þrátt fyrir að hafa byrjað á skramba á fyrstu holu (10. braut). Við byggjum á reynslunni og tökum það jákvæða með okkur í næsta hring. Stelpurnar gefast ekki upp og koma sterkar til leiks í dag á þriðja keppnisdegi,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.
Suður-Kórea er langefst á -13 samtals og þar á eftir koma Sviss (-3) og Írland á -1.
screen-shot-2016-09-16-at-6-54-47-am
Skorið í einstaklingskeppninni:
Keppnin fer fram á tveimur völlum, Mayakoba El Camaleon og Iberostar Playa Paraiso og lýkur keppninni á laugardaginn.
Að þessu sinni eru 55 þjóðir sem taka þátt á HM áhugakylfinga og er það met. Fyrra metið var 53 þjóðir í Tyrklandi árið 2012. Tvær þjóðir senda lið til keppni í fyrsta sinn á HM en það eru Búlgaría og Marokkó.
Ástralía hefur titil að verja en Suður-Kórea fagnaði HM-titlinum 2010 og 2012.
Margir af keppendum sem tóku þátt á EM kvenna hér á landi í júlí á þessu ári eru á meðal keppenda. Stigahæstu kylfingarnir á áhugamannalistanum í kvennaflokki eru í Mexíkó og einnig eru margir kylfingar sem tóku þátt á ÓL í Ríó í Brasilíu nýverið.
Rose Tarpley frá Guam (54) er elsti keppandinn á HM og Elvira Rastvortseva (13) frá Úkraínu er sú yngsta. Dottie Ardina frá Filipseyjum var 12 ára þegar hún tók þátt árið 2006 á HM. Tiffany Chan frá Hong Kong er að taka þátt á sínu fimmta HM. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í hópi sex keppenda sem eru að taka þátt á sínu fjórða HM. Metið á þessu sviði á Elisabeth Nickhorn frá Brasilíu sem tók 13 sinnum þátt á HM.
Árangur Íslands á HM frá upphafi:
2014: 29. sæti af alls 50 þjóðum.
2012: 36. sæti af alls 53 þjóðum.
2010: 42. sæti af alls 52 þjóðum.
2008: 41. sæti af alls 48 þjóðum.
2006: 33. sæti af alls 42 þjóðum.
2004: Tóku ekki þátt.
2002: Tóku ekki þátt.
2000: 32. sæti af alls 32 þjóðum.
1998: Tóku ekki þátt.
1996: Tóku ekki þátt.
1994: 24. sæti af alls 29 þjóðum.
1992: Tóku ekki þátt.
1990: Tóku ekki þátt.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
