L
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2017 | 12:00

Erfðaskrá Arnie

Arnold Palmer vann sér inn yfir $875 milljóna (87,5 milljarða íslenskra króna) á golfleik og viðskiptum á ævi sinni.

En hvað verður um þá gríðarlegu fjármuni sem konungurinn lætur eftir sig?

Hluti þeirra fer til góðgerðstofnanna, til seinni eiginkonu hans, fyrrum starfsmanna og lánadrottna skv. dómsskjölum sem WESH sjónvarpsstöðin í Orlandó varð sér úti um.

Skv. þeim skjölum hlýtur seinni eiginkona Arnie, Kathleen, eingungis $ 10 milljónir.

Stærsti hluti arfsins – þ.á.m fjölmörg hús og golfvellir sem Arnie átti – skiptist jafnt milli tveggja dætra Arnie, Peggy Palmer og Amy Palmer.

Ein mesta golfgoðsögn allra tíma, Arnold Palmer lést að heimili sínu 25. september í fyrra, 2016, 87 ára að aldri.

Góðgerðarstofnun hans, sem hann setti á laggirnar “Arnie’s Army Charitable Foundation,” sem hóf starfsemi 2015, hefir einnig krafist u.þ.b. $10 milljóna úr dánarbúi Arnie, sem er fjárhæð sem búist er við að verði gjarnan reidd fram.

Aðrar góðgerðarstofnnair Arnie og verkefni, sem hann hratt úr vör, munu einnig hljóta sinn skerf, þ.á.m. the Arnold Palmer Hospital for Children og the Winnie Palmer Hospital for Women and Babies, en seinna sjúkrahúsið ber nafn fyrri eiginkonu Arnie, sem hann elskaði yfir allt.

Þessi börn, vitið þið, það er einn af bestu hlutum í lífinu þegar foreldri eða börn koma til manns og þakka manni fyrir sjúkrahúsið og segja hvað það hafi gert fyrir þau,“ sagði Arnie í viðtali við WESH 2012.

$5 milljónir hafa verið teknar frá til að greiða lánardrottnum og nánar tilgreindir 8 starfsmenn Arnie hljóta hver $ 25.000.

Annars mun verða farið yfir erfðaskrá hans til júlí 2017 og nánar gert grein fyrir skiptingu skv. henni þá.

Arnie Palmer sigraði á síðasta PGA Tour móti sínu árið 1973 en hann var samt einn af hæst launuðu kylfingum heims 2015; þegar hann vann sér inn $42 milljónir.