
Er Patrick Reed næsta stórstjarna á PGA Tour?
Er Patrick Reed næsta stórstjarna PGA Tour?
Jafnvel þó hann hafi sigrað 3var sinnum á aðeins 7 mánuðum þ.m.t. á heimsmóti s.l. helgi þ.e. Cadillac Championship, þá finnst mörgum Reed ekkert endilega kandídat í framtíðarstórstjörnu á PGA Tour.
Menn líta í því samhengi mun fremur til ungra kylfinga á borð við Rory McIlroy, Jordan Spieth og Jason Day, þ.e. að þeir verði stórstjörnurnar næstu 10 árin. E.t.v. líka menn á borð við Harris English og Russell Henley.
En eins og staðan er í dag er Reed núverandi sigurvegari Humana Challenge og halar inn sigrum og FedEx Cup stigum, sem veldur öfund eldri og reyndari kylfinga sem ekki gengur eins vel hjá sem stendur.
Reed þótti heldur montinn og góður með sig eftir sigur á WGC Cadillac Championship þar sem hann bar sig við stjörnur á borð við Tiger og Adam Scott, sem báðir eru risamótssigurvegarar, en Reed hefir engan slíkan sigur í beltinu….. sem er.
Það sem fór í taugarnar á sumum er að Reed sagðist geta orðið einn af topp-5 kylfingum heims. Engar svipaðar yfirlýsingar heyrðum við t.d. hjá Russel Henley þegar hann sigraði í Honda Classic í vikunni þar áður eða Harris English, þegar hann vann OHL Classic. Eða þá Jordan Spieth sem valinn var yngstur allra í Forsetabikarsliðið.
Hér fer listi yfir hvað Reed gæti verið að gera á árinu 2014:
• FedEx Cup: Reed er þegar búinn að tryggja sér sæti í FedEx Cup playoffs og eftir því sem hann er ofar í mótum eða sigrar þeim mun meiri sjéns á han á fá að spila í Tour Championship. Reed er nú í 3. sæti á FedEx Cup stigalistanum á eftir Jimmy Walker og Dustin Johnson.
• Ryder Cup: Reed kemur meira en sterklega til greina i bandaríska liðið. Með 2 sigra að baki á PGA Tour á árinu er hann í 4. sæti á eftir Jason Dufner, Phil Mickelson og Harris English að komast sjálfkrafa í liðið. Hins vegar eru öll risamotin og næstum 20 mót eftir til þess að leikmenn geti öðlast stig. En skyldi Reed falla úr 9 manna hópnum, sem sjálfkrafa kemst í Ryder Cup liðið þá er enn góður sjéns að Watson velji hann.
• Heimslistinn: Gleymum andartaki rausi Reed um að verða meðal topp-5 kylfinga í heiminum (mönnum er auðvitað frjálst að hugsa svona, en það er alltaf gáfulegra að halda slíkum hugsunum fyrir sig). Á hitt ber að líta að golfgoðsögnin Jack Nicklaus var á sínum yngri árum líka óvinsæll fyrir jafn sjálfhælnar yfirlýsingar og Reed var með. Nicklaus sagðist bara að sér hefði fundist hann bestur – hann hefði sagt það upphátt í fjölmiðla og verið óvinsæll fyrir og hann sæji eftir því í dag. Reed er ekki nr. 5 en hann átti ágætis stökk úr 44. sætinu í 20. sætið á heimslistannum eftir sigur á heimsmótinu, sem er glæsilegur árangur hjá honum. Það sem er jafnvel enn glæsilegra er að í upphafi árs 2013 þegar hann byrjaði 1. keppnistímabil sitt á PGA Tour, þá var hann nr. 584 á heimslistanum. Þetta er mikið upp á við á aðeins 13 mánuðum.
• Reed og metabækurnar: Reed á þrátt fyrir ungan aldur eða einmitt vegna þess nokkur met. Hann er t.a.m. aðeins einn af 5 kylfingum, sem enn spila, sem hafa unnið 3svar sinnum á PGA Tour fyrir 24. afmælisdag sinn. Hinir eru: Tiger Woods, Rory McIlroy, Phil Mickelson og Sergio Garcia. Síðan eru Reed og Jack Nicklaus eru einu kylfingarnir sem sigrað hafa oftar en 1 sinni áður en þeir verða 24 í mótum, þar sem þeir hafa leitt alla mótsdagana.
• Hvað á Reed eftir?: Eins og áður er bent á, á Reed eftir að sigra í risamóti. Hann hefir aldrei tekið þátt í neinu þeirra. Það breytist nú í apríl þegar hann spilar á the Masters á Augusta National, stutt frá þaðan sem hann var í hásóla í Augusta State. Reed verður því á heimavelli í fyrsta risamóti sínu!
Hann mætti aðeins vera hógværari því 23 ára hefir hann ekki sigrað í eins mörgum mótum og t.d. Tiger og Phil, sem eiga í það minnsta 15 ár á hann og hann því ekki alveg í þeirra klassa enn. Reyndar ómöguleiki að bera þá saman. En Reed á tímann framundan og e.t.v. verður hann jafngóður eða betri og þeir sem hann ber sig við eftir 15 ár …. þanngað til er hann næstum óskrifað blað, það sem komið er á blaðið lofar góðu, en Reed verður að halda áfram að sanna sig!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024