Er hægt að stöðva DJ í eyðimörkinni?
Fyrsta mót ársins á Evróputúrnum hefst á morgun: Abu Dhabi HSBC Championship og fer mótið fram á einum flottasta velli heims.
Ótrúlega flottur hópur keppenda er í þessu móti, sem er orðið óvanalegt á Evróputúrnum því flestir kjósa að spila þar sem mest er að hafa upp úr hlutunum; í Bandaríkjunum eða mótum í Asíu, þar sem allir hljóta peningaverðlaun … ótrúlegt.
Meðal keppenda á Abu Dhabi HSBC eru sá sem á titil að verja, leikmaður ársins í Evrópu Tommy Fleetwood, Justin Rose, sem hefir verið í fanta formi, Martin Kaymer „ókrýndur konungur Dubai“; Henrik Stenson, Rory McIlroy, sem er að sögn búinn að jafna sig eftir meiðsl og viti menn bandarískir PGA kylfingar eða kylfingar sem spila næsta einvörðungu á PGA; menn á borð við Paul Casey, Matt Kuchar …. og nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ).
Jafnframt eru bestu kylfingar S-Afríku með (alls 10) menn á borð við Branden Grace.
En stóra spurningin er: Tekst einhverjum að stoppa sigurgöngu DJ? Það er ótrúlegt að ímynda sér það eftir framúrskarandi frammistöðu hans á Kapalua vellinum fyrr í mánuðnum, þar sem hann sýndi öllum af hverju hann er nr. 1 á heimslistanum.
Butséð frá smágalla í spili hans (óstöðugu fleygjárnaspili hans) þá virðist DJ ósigrandi.
Hann (DJ) er svo sannarlega kominn aftur eftir að hafa dottið niður stiga fyrir Masters mótið. Hann (DJ) þekkir völlinn vel og högg hans eru löng og nógu kraftmikil til þess að yfirvinna það þegar brautir hittast ekki; nokkuð sem aðrir keppendur hafa ekki.
Rory er varla verðugur andstæðingur DJ enn, líklega ryðgaður eftir 3 1/2 mánaða fjarveru. Líklega verður aðalkeppinautur DJ, Justin Rose. Menn frá S-Afríku gætu komið á óvart; menn eins og Branden Grace, Dean Burmester, Darren Fichardt og George Coetzee – þeir hafa allir staðið sig vel í mótinu.
Hvað veðbanka snertir þá gefa þeir DJ sigurstuðulinn 5/1 …. til samanburðar fær ókrýndi konungurinn af Dubaí, Martin Kaymer einungis stuðulinn 31/1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
