Er golf hættulegt kúm? Já, skv. nýjasta dómi í Nýja-Sjálandi
Síðasta almenningsgolfvelli í Palmerston North (Nýja-Sjálandi) hefir verið fyrirskipað að loka vegna truflunar sem golfboltar og ráfandi kylfingar hafa valdið nærliggjandi býli.
Eftir aðalmeðferð í Palmerston North District Court, gaf dómarinn Nevin Dawson, Brookfields Park Golf Club, á Te Matai götu, frest til 30. nóvember til þess að loka.
Um þennan 9-holu golfvöll, var stofnaður klúbbur, sem telur 140 félaga.
Það var nágranninn Organic Farm Company, sem sér Biofarm Product fyrir framleiðsluvörum og lífrænum mjólkurvörum, sem fór í málið.
Bæði fyrirtækin eru í eigu James og Catherine Tait-Jamieson og hluthafa.
Eigandi Brookfields golfvallarins, Don Finlaysson, fékk lögfræðinginn Phillip Drummond til þess að flytja málið fyrir sig – og þeir eru í sameiningu að fara yfir stöðuna og íhuga m.a. að áfrýja til High Court.
Dawson dómari sagði að frá árinu 2002 hefðu 20.000 golfboltar verið slegnir í lífræna bóndabæinn. Meira en 3100 (golfboltar) hefðu flogið yfir á nágrannaeignina í fyrra (2010) meðan að þeir væru orðnir 3500 (í ágúst á þessu ári).
„Meðal sönnunargagna sveitabæjarins eru golfboltar sem hafa fundist 100 metrum innan lands býlisins og það þýðir að ótrygg vinnuskilyrði hafa skapast fyrir starfsmenn býlsins, með golfvöllinn aðliggjandi.” segir m.a. í dóminum.
„Starfsmenn býlisins hafa einnig týnt mörg hundruð flaskna (sumar brotnar), dósir og annað rusl, sem skilið hefir verið eftir á býlinu og kylfingar hafa stundum farið inn á land býlisins til þess að gera þarfir sínar.”
Golfboltar sem fara inn á land býlisins hafa áhrif á gæðamat lífrænt ræktuðu varanna, sem býlið framleiðir.
Hr Tait-Jamieson sagði í gær að sigur (í dómsmálinu) hefði verið algjörlega fyrirsjáanlegur og í samræmi við „landlög”. Hann var sannfærður um að dómurinn yrði staðfestur af æðri dómstól.
Framkvæmdastjóri Manawatu/Whanganui Golf, Dave Townend sagðist hafa fengið heljarinnar áfall þegar hann heyrði um dóminn.
„Hann (dómurinn) hefir alvarlega afleiðingar fyrir aðra golfvelli í landinu – þegar ekki er leyfilegt að golfboltar fljúgi yfir á nærliggjandi lönd,” sagði hann.
Allt frá því Golf City var lokað var Brookfields eini litli völlurinn sem hentaði þeim sem voru að byrja í golfi, sagði hann.
„Það er auðveldara fyrir fólk að fara á minni velli og spila og ef þeim líkar það fara yfir á stærri vellina, til þess að fullkomna leik sinn.”
Framkvæmdastjóri New Zealand golf, Dean Murphy sagðist ekki hafa heyrt um dóminn, en fannst sem hann væri í fljótu bragði ósanngjarn. „Ég á bara í erfiðleikum með að skilja.”
Allt frá því Finlayson keypti völlinn 2001, hafði hann lagt á sinn „umtalsvert erfiði” til þess að reyna að friða nágranna sína á býlinu, sagði Dawson dómari.
Það fólst m.a. í því að brautir voru styttar, tré plöntuð, skjólbeltum komið fyrir og reynt að hækka girðingar.
Fallist var á gagnkröfu Brookfields um að býlinu væri óheimilt að vera með súrheysturn nálægt mörkum jarðanna þar sem það stafaði „eitraðan óþef” af honum og var býlinu gert að fjarlægja turninn fyrir 30. nóvember.
Vettvangskönnun fyrir þann tíma mun síðan leiða í ljós skaðann, sem bæði Brookfields og býlið telja sig hafa orðið fyrir.
Brookfields opnaði golfvöllinn (fyrir 35 árum) 1976. Tait-Jamieson byrjaði með mjólkurbú sitt 1977 og síðan lífræna framleiðslu mjólkurvara 1979.
Heimild: Stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024