Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 07:00

EPD: Þórður Rafn varð í 30. sæti á Open Samanah 2015

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk keppni í 30. sæti á Open Samanah mótinu, sem fram fór í Marrakesch í Marokkó, en mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni.

Mótið fór fram í Samanah Country Club, dagana 1.-3. febrúar og lauk því í gær.

Þórður lék á samtals 5 yfir pari, 222 höggum (73 72 77) og varð T-30 í mótinu þ.e. deildi 30. sætinu með kylfingunum Finn Fleer frá Þýskalandi og Marc Dobias frá Sviss.

Þátttakendur í mótinu voru 111 og komust 42 í gegnum niðurskurð. Flott hjá Þórði Rafni!!!

Það var Þjóðverjinn Martin Keskari, sem sigraði á samtals 6 undir pari, 210 höggum (70 60 71).

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Samanah 2015 SMELLIÐ HÉR: