Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 17:30

EPD: Þórður Rafn tekur þátt í Adamstal Open í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Adamstal Open, en mótið fer fram í Golfclub Adamstal í Austurríki.

Mikið óveður hefir sett svip sinn á mótið og  hefir það verið stytt í 18 holu mót, en vonast er til að geta klárað það á morgun.

Þórður Rafn átti rástíma kl. 13:10 að staðartíma (þ.e. kl. 11:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi)

Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns SMELLIÐ HÉR: