Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 21:00

EPD: Þórður Rafn með ás!

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Preis des Hardenberg GolfResort mótinu í Northeim í Þýskalandi.

Eftir fyrsta dag deilir Þórður Rafn 5. sætinu, ásamt Amine Joudar, en báðir léku 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum.

Á skorkorti Þórðar Rafns voru 4 fuglar, 3 skollar …… og einn ás, sem Þórður Rafn fékk á 15. holu golfvallar Golf Club Hardenberg.

Golf 1 óskar Þórði Rafni innilega til hamingju með ásinn!!!

Þórður Rafn er aðeins 3 höggum frá forystumanni mótsins Þjóðverjanum Julian Kunzenbacher, en 101 þátttakandi er í mótinu.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Preis des Hardenberg GolfResort mótinu, með því að SMELLA HÉR: