Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:45

EPD: Þórður Rafn lauk leik T-20 í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik á Ain Sokhna mótinu í Egyptalandi nú fyrir skemmstu.

Hann varð T-20 lék hringina þrjá á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (73 73 72).

Sigurvegari mótsins varð Christopher Mivis frá Belgíu og athyglivert hversu margir góðir belgískir kylfingar eru að koma fram á sjónarsviðið. Mivis er fæddur 8. nóvember 1988 og er því 27 ára og á sama afmælisdag og snillingarnir Thongchai Jaidee og Franceso Molinari, svo nokkrir frábærir kylfingar sem fæddir eru þennan dag séu nefndir.

Sigurskor Mivis var samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: