Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 12:00

EPD: Þórður Rafn lauk leik í 35. sæti

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 35. sæti í  Open Dar Es Salam mótinu, sem er hluti þýsku EPD mótaraðar- innar.

Mótið fór fram á Rauða velli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó.’

Þórður Rafn lék á samtals 11 yfir pari, 230 höggum (74 76 og 80).

Hann varð í 35. sæti.  Siguvegari mótsins var Benjamin Rusch frá Sviss en hann lék á 3 undir pari, 216 höggum (75 70 71).

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Dar Es Salam SMELLIÐ HÉR: