Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 10:00

EPD: Þórður Rafn lauk leik í 10. sæti í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í 10. sæti á Open Madaef atvinnumótinu í Pullman El Jadida Royal Golf & Spa, í El Jadida í Marokkó.

Mótið stóð frá 26.-28. apríl 2015 og lauk því í gær.

Þórður Rafn lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (68 75 77).

Margir þekktir kylfingar hafa leikið á EPD mótaröðinn t.a.m Þjóðverjarnir Martin Kaymer, Marcel Siem og Bernd Ritthammer, en sá síðastnefndi er nú nýlega farinn að spila á Evrópumótaröðinni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Madaef mótinu SMELLIÐ HÉR: