Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 11:30

EPD: Þórður Rafn á 5 yfir pari e. 1. dag í Egyptalandi

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson,  átti 1. hring upp á 5 yfir pari, 77 högg á Red Sea Egyptian Classic mótinu í Egyptalandi í morgun.

Þetta var ansi skrautlegur hringur hjá Þórði Rafni; hann fékk 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Mótið er ekki búið, en ljóst að Þórður Rafn verður að eiga frábæran hring á mótinu á morgun til þess að fá að spila lokahringinn.

Vonandi að allt gangi Þórði Rafni í hag!!!

Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: