Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 15:45

EPD: Þórður Rafn á 1 yfir pari 1. dag í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í  Gut Bissenmor Classic meistaramótinu sem er hluti af EPD mótaröðinni.

Mótið fer fram í Bad Bramstedt í Þýskalandi og stendur dagana 26.- 28. ágúst 2014.

Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 1 yfir pari, 72 höggum og er T-35. Nokkrir eiga eftir að ljúka keppni þannig að sætistalan gæti breyst.

Þórður Rafn var með tvö fugla og 3 skolla á hringnum.

Til þess að sjá stöðuna á Gut Bissenmor Classic mótinu eftir 1. dag   SMELLIÐ HÉR: