Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 04:45

EPD: Stefán Már komst ekki í gegnum niðurskurð á Castanea Resort Open

Stefán Már Stefánsson, GR , komst ekki í gegnum niðurskurð á  Castanea Resort Open, en mótið fer fram í  Adendorf í Þýskalandi.

Stefán Már spilaði á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (76 79).  Niðurskurðurinn var miðaður við 6 yfir pari og Stefán Már því 5 höggum frá að komast í gegn.

Efstur varð Frakkinn Damien Perrier á samtals 6 undir pari (69 69).

Til þess að sjá stöðuna á Castanea Resort Open SMELLIÐ HÉR: