Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2012 | 19:00

EPD: Stefán Már spilaði á 73 höggum – Þórður Rafn úr leik

Í dag var spilaður 2. hringur á Open Dar Es Salam í Marokkó.

Stefán Már spilaði á 73 höggum í dag, á sléttu pari og bætti sig um 3 högg frá því í gær. Hann fékk 3 fugla og 3 skolla á hringnum.  Samtals hefir Stefán Már spilað á +3 yfir pari samtals 149 höggum (76 73). Stefán Már bætti sig líka um 5 sæti fór úr T-23 sem hann var í, í gær í T-18.

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn komst því miður ekki í gegnum niðurskurð en bætti sig líka í dag; var á 78 höggum í gær og á 76 í dag.  Samtals spilaði Þórður Rafn á +8 yfir pari samtals 154 höggum (78 76) og það dugði ekki í gegnum niðurskurð en hann var miðaður við +7 yfir pari.

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Open Dar Es Salam í Marokkó smellið HÉR: