Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 21:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn í 54. sæti eftir 1. dag Gloria Old Course Classic

Í dag hófst Gloria Old Course Classic mótið á EPD mótaröðinni þýsku, en mótið fer fram dagana 22.-25. janúar í Belek, í Tyrklandi. Í mótinu taka þátt Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR. Þeir luku leik í dag á +4 yfir pari, 76 höggum, hvor og deila 54. sætinu ásamt  8 öðrum.

Stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2011: Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.

Í 1. sæti eftir 1. dag er Þjóðverjinn Björn Stromsky. Hann spilaði á -4 undir pari og munar því 8 höggum á honum og Íslendingunum.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Gloria Old Course Classic, smellið HÉR: