Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 13:00

EPD: Stefán Már lauk leik í Marokkó – spilaði á 76 höggum

Stefán Már Stefánsson, GR, hefir lokið leik á Amelkis Classic mótinu í Marrakesh í Marokkó. Stefán Már spilaði 3. og síðasta hring mótsins á 76 höggum og deilir sem stendur 36. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröðun því breyst, en ljóst er að Stefán Már er í einu af neðstu sætunum.  Alls spilaði Stefán Már á +5 yfir pari (75 70 76).

Til þess að sjá úrslitin í Amelkis Classic mótinu smellið HÉR: